Þú átt rétt á launaviðtali
Félagsmenn SSF eigi rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega
breytingu á starfskjörum. Jafnframt segir að veita eigi slíkt viðtal innan tveggja mánaða.
Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og
mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi.
Reynslan sýnir að þeir sem nýta sér viðtölin eru talsvert líklegri til að hafa hærri laun en
sá sem kallar ekki eftir þeim. Þá hafa verið gerðar kannanir hjá stéttarfélögunum sem sýna
að launaviðtöl skili umtalsverðum árangri, m.a. í að jafna laun kynjanna.
Vertu undirbúin(n)
Til að starfsmannaviðtalið gagnist sem best fyrir viðkomandi starfsmann er nauðsynlegt
að koma undirbúin(n) til fundarins. Mikilvægt er að starfsmaðurinn sé búinn að reyna að
sjá fundinn fyrir sér, vera tilbúinn til þess að rökræða um sínar áherslur og setja niður á
blað þá áherslupunkta sem hann vill koma á framfæri sem tengjast starfi viðkomandi eða
launakröfum.
Þú finnur nánari upplýsingar um launaviðtöl og starfsþróunarviðtöl í Trúnaðarmannahandbók SSF,
blaðsíðu 23.