Launagreiðendur
Fyrir launagreiðendur
Aðild að SSF er einungis möguleg fyrir starfsfólk fjármálafyrirtækja og fyrirtækja sem þjónusta fjármálafyrirtæki. Með því að heimila aðild starfsfólks skuldbindur fyrirtækið sig til þess að að greiða laun og önnur kjör samkvæmt kjarasamningum SSF.
Félagsgjaldanúmer SSF er 542.
Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, kt. 550269-7679.
Reikningsupplýsingar: 0133-26-007679
Skilagreinar:
Skilagreinum skal skila rafrænt. Hægt er að senda skilagreinar með rafrænni sendingu á XML-formi eða með SAL-formi á netfangið [email protected]. Greiða má í einni upphæð en skilagreinar með fullnaðarupplýsingum (nákvæmri sundurliðun gjalda) um viðkomandi launþega þurfa jafnframt að berast mánaðarlega.
Félagsgjald:
Fyrirtækið dregur mánaðarlega af launum félagsmanna 0,7% af mánaðarlaunum og greiðir til SSF sem félagsgjald. Hámarksfjárhæð félagsgjalds er frá 1.1 2020 kr. 4.600. Félagsgjald til SSF reiknast af öllum mánaðarlaunum.
Styrktarsjóður SSF:
Fjármálafyrirtæki greiða 0,7% af öllum mánaðarlaunum starfsmanns til Styrktarsjóðs, ekkert hámark.
Menntunarsjóður SSF:
Fjármálafyrirtæki greiða 0,30% (frá 1. júní 2024) af öllum mánaðarlaunum starfsmanns til Menntunarsjóðs, ekkert hámark.
Greiðslur í lífeyrissjóði:
Auk umsaminnar greiðslu 6% í sameignarlífeyrissjóð greiðir fyrirtækið fyrstu þrjú starfsárin sérstakt 5,5% framlag ofan á laun starfsmanns í séreignarlífeyrissjóð sem starfsmaðurinn sjálfur ákveður (sjá grein 8.1.2. í kjarasamningi). Eftir þriggja ára starf skv. kjarasamningum SSF hækkar þessi greiðsla úr 5,5% í 7%.
Orlofsheimilasjóður:
Gjald er 0% Fyrirkomulag orlofsheimila fyrir félagsmenn SSF er með þeim hætti að þau mál eru leyst af starfsmannafélagi innan hvers fyrirtækis og þar með er ekki greitt í sameiginlegan orlofssjóð hjá stéttarfélaginu.
Endurhæfingarsjóður:
Gjald er 0,10% sem greiðast beint til Virk starfsendurhæfingarsjóðs , en flestir lífeyrissjóðir innheimta þetta gjald fyrir sjóðinn.