skip to Main Content
Skrifstofa SSF - Nethyl 2E - 110 Reykjavík - 540 6100 - [email protected]

Undirbúningur hafinn vegna kjarasamningsviðræðna

Undirbúningur hafinn vegna kjarasamningsviðræðna

Undirbúningur fyrir kjaraviðræður vegna kjarasamningsviðræðna 2015 er kominn á fullt skrið innan vébanda Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Undanfarið hafa farið fram trúnaðarmannafundir hjá aðildarfélögum þar sem kallað hefur verið eftir umræðum um komandi kjarasamningsviðræður og kröfugerð SSF.

Þann 13. -14. nóvember nk. fer fram formannafundur SSF á Selfossi, þar sem um 80 félagar  úr stjórnum og trúnaðarmannahópi aðildarfélaga SSF koma saman. Á þeim fundi verður lögð áhersla á stöðu kjarasamningsmála ásamt kröfugerð og launaþróun félagsmanna.

Stjórn SSF vill hvetja félagsmenn til að taka beinan þátt í kröfugerð SSF með því að koma á framfæri skoðunum sínum með því að hafa samband við sinn trúnaðarmann, stjórn síns aðildarfélags eða beint til SSF með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Mikilvægt er að sem flestar raddir heyrist til að kröfurnar endurspegli sem best álit félagsmanna.

 

Search