UPPFÆRÐUR UPPLÝSINGABÆKLINGUR – TRAUSTUR BAKHJARL
Nýverið réðst SSF í að uppfæra bæklinginn „Traustur bakhjarl“ sem finna má hér :
Hann má finna á heimasíðu SSF undir SSF/ÚTGÁFA. Bæklingnum er ætlað að draga fram helstu kosti þess að vera félagsmaður í SSF.
Gott fyrir sumarstarfsmenn sem aðra félagsmenn að lesa og hafa í huga að öll þau réttindi sem lesa má um í þessum bæklingi hafa fengist í gegn um kjarasamninga og oft á tíðum eftir mikla baráttu. Þessi kjör er svo verið að reyna að bæta og verja í kjarasamningsviðræðum hverju sinni.
Í bæklingnum má einnig finna upplýsingar um sjóði SSF og ekki úr vegi að benda sumarstarfsmönnum á að þeir eiga líka rétt á styrkjum úr sjóðum SSF. Nánari upplýsingar um styrkina og þau gögn sem þurfa að fylgja umsóknum má lesa á heimasíðu SSF í reglum sjóðanna.“