Beint í efni

II. hluti

Safnar atvinnurekandi þinn gögnum um þig? Já, líklega.
Þú skráir þig inn og út af vinnustaðnum þínum með lykilkorti. Eru þessi gögn notuð í eitthvað?
Skynjari undir skrifborðinu þínu skráir að þú ert mætt/-ur í vinunna – í hvað er hægt að nota þau gögn?
Þú opnar tölvuna þína – veit atvinnurekandi þinn hvaða síður þú heimsækir? Eða hversu lengi þú hefur verið skráð(ur) inn?
Og getur atvinnurekandinn þinn notað gervigreind til að meta gögnin sem safnað er um þig?

Þú verður að vera upplýst/-ur
Atvinnurekanda ber skylda til að upplýsa starfsfólk sitt um alla vinnslu persónuupplýsinga; um hvaða upplýsingar er að ræða og í hvaða tilgangi.

Atvinnurekandi getur uppfyllt þessa skyldu t.d. með því að senda starfsmönnum tölvupóst með tengli á persónuupplýsingastefnu fyrirtækisins. Þetta þýðir auðvitað ekki að hann hafi frjálsar hendur heldur verður að vera lögmætur tilgangur með upplýsingasöfnun, sem ekki er hægt að ná með minni inngripum.

Er atvinnurekanda heimilt að skrá hvenær þú mætir með rafrænu korti þínu? Já, ef lögmætur tilgangur er fyrir hendi. En þú verður alltaf að vera upplýstur um að skráning eigi sér stað.

Hversu lengi mega þeir geyma gögnin? Eins lengi og atv.rekandi hafi lögmætan tilgang með geymslu þeirra. Eftir það ber þeim skylda til að eyða upplýsingunum.

Í hvað geta þeir notað gögnin? Upplýsingarnar verða að vera notaðar í þeim tilgangi sem þú hefur verið upplýst/-ur. Hins vegar geta þær samt verið notaðar sem sönnunargögn í máli sem varðar vinnurétt, til dæmis um brot á reglum og samningum um vinnutíma.